Barist um lottópeningana

„Ég held að það vegi mjög þungt í þessu að lít­il sam­tök úti á landi telja að með því að taka okk­ur inn þynn­ist út þessi lottó­sjóður," seg­ir Reyn­ir Ragn­ars­son, formaður Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur (ÍBR), um ástæður þess íþrótta­banda­lag­inu hef­ur í þrígang verið höfnuð inn­ganga í Ung­menna­fé­lag Íslands (UMFÍ), nú síðast á sam­bandsþingi í lok októ­ber.

Helga Guðrún Guðjóns­dótt­ir, formaður UMFÍ, viður­kenn­ir að málið snú­ist að ein­hverju leyti um skipt­ingu á lottó­pen­ing­um. „Marg­ir hafa áhyggj­ur af því að þegar jafn stór aðili og ÍBR kem­ur inn skerðist hlut­ur þeirra sem fyr­ir eru í UMFÍ hlut­falls­lega mikið," seg­ir Helga Guðrún. Hún vill þó halda því til haga að ÍBR hafi aldrei verið hafnað beint held­ur hafi alltaf verið fyr­ir því ákveðnar for­send­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert