Dýrasti lottómiði sem ég hef keypt

„Ég var búinn að sætta mig við að þetta yrði dýrasti lottómiði sem ég hefði keypt og fannst gaman að sjá hvað kæmi út úr þessu," segir dellukarlinn Ágúst Bergur Kárason um forláta ítalska Vespu, árgerð '69, sem hann flutti nýverið inn frá Víetnam. „Ég er pínu dellukall. Ég á tvo Land Rovera, annar er '67 módel og hinn er 2000 módel. Svo bætti ég Vespunni í safnið. Þetta eru ökutækin sem ég á eftir að eiga það sem eftir er."

Sagan um Vespuna byrjaði, eins og svo margar sögur í dag, á netinu. Ágúst Bergur asnaðist að eigin sögn inn á vefsíðu hjá manni sem tekur að sér að gera upp hjól eftir pöntunum. „Ég sagði honum hvernig ég vildi hafa hana. Hann sendi mér myndir og svo sendi ég hundraðþúsundkall út í bláinn í júní."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert