Geitahjörð slátrað í dag

Stór­um hluta af einni stærstu geita­hjörð lands­ins verður slátrað í dag. Vís­inda­menn telja þetta mikla blóðtöku fyr­ir geita­stofn­inn og að mik­il­væg­ur erfðafjöl­breyti­leiki kunni að glat­ast. Geit­fjár­stofn­inn er sagður ein­stak­ur land­náms­stofn í bráðri út­rým­ing­ar­hættu.

„Ég er búin að hafa geiturn­ar í rúm þrjá­tíu ár. En lífið er nú einu sinni svona,“ sagði Ásdís Svein­björns­dótt­ir á Hofsósi þegar hún beið eft­ir flutn­inga­bíln­um sem flutti geiturn­ar í slát­ur­húsið. Hún var með geit­féð á Ljóts­stöðum en missti aðstöðuna.

Í land­inu eru rétt rúm­lega 400 vetr­ar­fóðraðar geit­ur. Þar af voru 55 á Ljóts­stöðum eða um 13% af stofn­in­um. Þegar frétt­ist af aðstæðum Ásdís­ar gengu Geit­fjár­rækt­ar­fé­lag Íslands, Land­búnaðar­há­skóli Íslands og erfðanefnd land­búnaðar­ins í það að reyna að bjarga hluta geit­anna. Bóndi ann­ars staðar í Skagaf­irði var til­bú­inn að taka tíu huðnukið, en til þess kom ekki vegna þess að héraðsdýra­lækn­ir heim­ilaði ekki flutn­ing­inn vegna varna gegn riðu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert