Halda fram sakleysi í netbankamálinu

Aðalmeðferð hófst í gær, fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri, í máli fjögurra viðskiptavina netbanka Glitnis en þeim er gert að sök að hafa nýtt sér með kerfisbundnum og sviksamlegum hætti kerfisvillu í gjaldeyrisviðskiptakerfinu sem var til komin vegna forritunarmistaka bankastarfsmanna.

Fjórmenningarnir högnuðust um alls 30 milljónir króna, frá tveimur og hálfri til 24 milljóna króna hver. Þeir hafa endurgreitt bankanum allt féð.

Fjórmenningarnir lýstu allir yfir sakleysi í gær. Einn þeirra sagði að það hefði aldrei flögrað að sér að hann væri að gera eitthvað af sér. Sakborningarnir eru á aldrinum 38-48 ára, þrír karlmenn og ein kona.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert