Neytendum tónlistar treystandi

00:00
00:00

Það vakti at­hygli þegar tón­list­armaður­inn Mug­i­son gaf plötu sína Mugi­boogie út í sam­vinnu við Grapewire, sem sér­hæf­ir sig í dreif­ingu á tónlist á net­inu og sel­ur tónlist án af­rit­un­ar­varna í hæstu hljómgæðum. Útgáfa plöt­unn­ar og tón­lei­ka­upp­töku í kjöl­farið heppnaðist svo vel að Mug­i­son til­kynnti fyr­ir fá­ein­um dög­um að hann hyggðist setja allt sem hann hef­ur áður gefið út í sölu á net­inu.

Sala tón­list­ar á net­inu virðist loks vera að kom­ast á flug eft­ir, enda eru svipaðir hlut­ir að ger­ast er­lend­is, þar sem æ fleiri tón­list­ar­menn gefa út sjálf­ir, oft án þát­töku hefðbund­inna plötu­fyr­ir­tækja.

Ein­ar Örn Bene­dikts­son, sem rek­ur Grapewire.net, seg­ir að tón­list­ar­neyt­end­um sé treyst­andi til að nota það sem það kaup­ir fyr­ir sjálft sig, og því eigi ekki að reyna að stýra því hvað þeir geri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert