Það vakti athygli þegar tónlistarmaðurinn Mugison gaf plötu sína Mugiboogie út í samvinnu við Grapewire, sem sérhæfir sig í dreifingu á tónlist á netinu og selur tónlist án afritunarvarna í hæstu hljómgæðum. Útgáfa plötunnar og tónleikaupptöku í kjölfarið heppnaðist svo vel að Mugison tilkynnti fyrir fáeinum dögum að hann hyggðist setja allt sem hann hefur áður gefið út í sölu á netinu.
Sala tónlistar á netinu virðist loks vera að komast á flug eftir, enda eru svipaðir hlutir að gerast erlendis, þar sem æ fleiri tónlistarmenn gefa út sjálfir, oft án þáttöku hefðbundinna plötufyrirtækja.
Einar Örn Benediktsson, sem rekur Grapewire.net, segir að tónlistarneytendum sé treystandi til að nota það sem það kaupir fyrir sjálft sig, og því eigi ekki að reyna að stýra því hvað þeir geri.