Bíll gjöreyðilagðist þegar ökumaður á Húsavík missti stjórn á honum. Ökumaður bílsins ók upp á steyptan kant og endaði í tröppum á íbúðarlóð við Baldursbrekku.
Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar en ökumaður kvartaði undan eymslum í baki. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra. Talið er að hraðakstur hafi valdið óhappinu.