Nokkrar af verslunum 10-11 munu framvegis verða mannaðar af sérþjálfuðu öryggisstarfsfólki frá Securitas. Öryggisfulltrúarnir munu sinna öllum hefðbundnum afgreiðslustörfum og öryggiseftirliti og því leysa af hólmi afgreiðslufólk 10-11 á nóttunni.
Í fréttatilkynningu kemur fram Securitas býður nú verslunum nýja þjónustu sem hlotið hefur nafnið Verslunarþjónusta Securitas. Starfsmenn Verslunarþjónustu Securitas eru ekki hefðbundnir öryggisverðir heldur öryggisfulltrúar sem sinna munu öllum hefðbundnum afgreiðslustörfum og öryggistörfum í verslunum. Þessi þjónusta býðst nú til að auka á öryggi viðskiptavina og verslunarstarfsmanna á næturnar. Umræddir starfsmenn munu fá sérstaka öryggisfræðslu.
Samið hefur verið um að Securitas muni framvegis manna næturvaktir 10-11 í þremur verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Til að byrja með er um að ræða verslanir 10-11 að Hjarðarhaga, Seljavegi og við Barónsstíg.