Skjálftahrinan á Selfossi ekki talin fyrirboði um stærri skjálfta

Jarðskjálfta­fræðing­ar Veður­stof­unn­ar eru að fara yfir mæl­ing­ar á smá­um skjálft­um sem fund­ist hafa á og við Sel­foss í kvöld, en al­mennt er ekki tal­in ástæða til að ætla að skjálfta­hrin­an sé fyr­ir­boði um stærri skjálfta, seg­ir lög­regl­an á Sel­fossi.

Í kvöld hafa nokkr­ir skjá­flt­ar verið á bil­inu 2 til 3,5 á Richter og finn­ast slík­ir skjálft­ar yf­ir­leitt vel nærri upp­taka­stöðum þeirra.

Lög­regl­an seg­ir að vitað sé um dæmi þess að mynd­aramm­ar hafi fallið í hill­um og ljós­kúpl­ar losnað, en ekki sé vitað til að skemmd­ir hafi orðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert