Svifryk yfir mörkum um síðustu helgi

Svifryksmengun hefur verið töluverð í Reykjavík að undanförnu.
Svifryksmengun hefur verið töluverð í Reykjavík að undanförnu. mbl.is/Brynjar Gauti

Svifryk fór yfir heilsuverndarmörk bæði á laugardag og sunnudag, samkvæmt upplýsingum frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Svifryk hefur því farið 14 sinnum yfir mörkin á árinu. Svifryk hefur farið fjórum sinnum yfir heilsuverndarmörk í Ártúnsbrekku síðan um miðjan október. Síðdegis í dag hefur svifryk farið yfir viðmiðunarmörk.

Umhverfissvið mælir svifryksmengun við Grensásveg þar sem vænta má mestrar mengunar í borginni og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum til samanburðar. Laugardaginn 17. október reyndist svifryk við Grensásveginn vera 91 míkrógrömm á rúmmetra og sunnudaginn 52,4 en viðmiðunarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring. Hins vegar fór styrkur svifryks ekki yfir heilsuverndarmörk í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Svifryk hefur farið 14 sinnum yfir heilsuverndarmörk í borginni á árinu en samkvæmt reglugerð má það fara 23 sinnum yfir. Veðrið hefur áhrif því kuldi, auðar götur og lítill raki eru kjöraðstæður fyrir svifryk. Ef úrkomusamt er í veðri mælist svifryk síður. Lítil úrkoma mældist um liðna helgi, á laugardag var töluverður vindur, kuldi og lítill raki og á sunnudag hægur vindur, kuldi og lítill raki.

Reykvíkingar geta fylgst með svifryksmælingum með því að skoða vefmæli á heimasíðu Umhverfissviðs. Núna síðdegis hefur svifryksmengun verið yfir mörkun en undir meðaltali frá miðnætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka