Viðfangsefnið er að snúa þróun á húsnæðismarkaði við

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Sverrir

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fé­lags­málaráðherra, sagði að staða fyrstu kaup­enda á hús­næðismarkaði hefði sjald­an verið verri en nú og ekki væri ofsagt að neyðarástand ríkti í þeim mál­um. Sagði Jó­hanna, að viðfangs­efnið sé að snúa þró­un­inni á hús­næðismarkaði við, og að því verk­efni yrðu marg­ir að koma.

Staðan á hús­næðismarkaði og hækk­un vaxta á íbúðalán­um var rædd utan dag­skrár á Alþingi í dag að ósk Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, þing­manns VG, sem vildi vita hvernig stjórn­völd ætluðu að bregðast við.

Jó­hanna sagði, að á ein­hverj­um mestu þenslu­tím­um í sögu lands­ins hefðu stjórn­völd og bank­arn­ir sam­ein­ast um að stór­auka fjár­magn til hús­næðis­kaupa. Að margra mati hefðu þetta verið al­var­leg hag­stjórn­ar­mis­tök og síðan hefðu skuld­ir heim­il­anna auk­ist um 600 millj­arða og yf­ir­drátt­ar­lán heim­il­anna vaxið um 30%.

Jó­hanna sagði, að nú færi sam­an hrika­lega hátt hús­næðis­verð og einnig háir vext­ir. Ljóst er, að auðvelda verði fólki að eign­ast fyrsta hús­næði með betri kjör­um en það væri erfitt að bjóða ungu fólki að kaupa hús­næði með þess­um vöxt­um til 25-40 ára. Jó­hanna sagði, að vaxta­kjör á lang­tíma­lán­um á hús­næðismarkaði væru út úr öllu korti og óviðun­andi sem framtíðarfjármögn­un enda væri óviðun­andi, að skamm­tímaráðstaf­an­ir til að slá á þenslu verði til þess að fólk sitji uppi með þessa vexti til ára­tuga.

Jó­hanna sagði, að taka verði upp húsa­leigu­bóta­kerfið og hugs­an­lega einnig vaxta­bæt­ur. Þá verði að tryggja sér­stak­lega fyrstu íbúðar­kjós­end­um betri kjör og lækka leigu­verð og fjölga leigu­íbúðum. Þá nefndi Jó­hanna að skoða ætti að sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu mynduðu sam­eig­in­leg­an íbúðarmarkað. Þá þyrfti ríkið, að viður­kenna að hús­næðismál séu vel­ferðar­mál og láta út­gjöld end­ur­spegla það.

Guðni Ágústs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sagði að þótt byggt hefði verið gríðarlega mikið af íbúðar­hús­næði á síðustu árum héldi verðið samt áfram að hækka. Rann­saka þyrfti þá þróun sem hefði átt sér stað á bygg­inga­markaði á síðustu þrem­ur árum.

Jó­hanna sagði, að fram­sókn­ar­menn hefðu séð um hús­næðis­kerfið und­an­far­in 12 ár og skilið það eft­ir í al­geru þroti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert