Bandarískur bílasali sveik fé af Íslendingum

Þessi Dodge Durango bifreið er m.a. til sölu hjá bílasalanum …
Þessi Dodge Durango bifreið er m.a. til sölu hjá bílasalanum alræmda. Hún kostar tæpar tvær milljónir kr. Myndin er fengin af vef bílasölunnar.

Tveir Íslend­ing­ar áttu þátt í því að banda­rísk­ur bíla­sali var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi m.a. fyr­ir fjár­svik og aðra pretti. Íslend­ing­arn­ir tveir höfðu pantað 11 bif­reiðar frá bíla­sal­an­um Terry Timmerm­an. Þegar bíl­arn­ir skiluðu sér ekki til Íslands höfðu Íslend­ing­arn­ir sam­band við banda­rísku al­rík­is­lög­regl­una (FBI) sem hóf að rann­saka málið.

Fram kem­ur í banda­rísk­um fjöl­miðlum að Timmerm­an, sem seldi notaða bíla, hafi lifað hinu ljúfa lífi með eig­in­konu sinni og viðhaldi. Þá seg­ir að hann hafi haft efni á þess­um lífstíl með pen­ing­um sem ís­lensk­ir viðskipta­vin­ir sendu hon­um vegna bíla­kaup­anna.

Timmerm­an var í gær dæmd­ur í fimm ára og þriggja mánaða fang­elsi. Hann hafði áður viður­kennt að hafa stolið 765.000 döl­um (um 47 millj­ón­ir ís­lenskra kr.) frá ís­lensk­um viðskipta­vin­um sín­um á milli janú­ar og apríl á þessu ári. Timmerm­an hlaut þyngsta mögu­lega dóm þar sem í ljós kom að hann hélt áfram að svik­um sín­um eft­ir að hann hafði verið hand­tek­inn.

Skuld­ar enn rúma 570.000 dali

Bíla­sal­inn, sem hafði rekið bíla­sölu í Ches­apea­ke frá því í janú­ar 2006, viður­kenndi í ág­úst sl. að hann hafi gerst sek­ur um fjár­svik og flutt fé með ólög­mæt­um hætti. Hann hafði komið ár sinni fyr­ir borð á Íslandi og keyptu Íslend­ing­ar helst dýr­ari gerðir af fólks­bíl­um og jepp­um af hon­um.

Þegar Timmerm­an komst að því að banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an væri haf­in að rann­saka málið hóf hann að greiða viðskipta­vin­um það sem hann skuldaði þeim. Hann skuldaði þó viðskipta­vin­um sín­um rúma 570.000 dali þegar hann var hand­tek­inn. Dóm­ar­inn skipaði hon­um hins­veg­ar að end­ur­greiða allt féð að afplán­un lok­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert