Hæstiréttur dæmir erfðaskrá gilda

Hæstirétt­ur hef­ur dæmt erfðaskrá tveggja systra, sem arf­leiddu syst­ur­son sinn að eign­um sín­um, gilda. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafði áður fall­ist á kröfu annarra ætt­ingja systr­anna um að erfðaskrá­in skyldi dæmd ógild á þeirri for­sendu, að önn­ur syst­ir­in hefði verið kom­in með Alzheimers sjúk­dóm þegar erfðaskrá­in var gerð.

Syst­urn­ar tvær, sem voru ógift­ar og barn­laus­ar, gerðu sam­eig­in­lega erfðaskrá árið 2001 og arf­leiddu syst­ur­son sinn að öll­um eig­um sín­um. Þær höfðu 24 árum áður einnig gert sam­eig­in­lega erfðaskrá og sam­kvæmt henni skyldi sú þeirra, er leng­ur lifði, erfa hina.

Önnur syst­ir­in lést árið 2003 og hin í árs­byrj­un 2005. Þriðja syst­ir­in, sem lést í ág­úst 2005, eignaðist sex börn og var einn son­ur henn­ar einka­erf­ingi systr­anna tveggja sam­kvæmt síðari erfðaskránni. Tvö systkini hans höfðuðu hins veg­ar mál til ógild­ing­ar erfðaskránni.

Hæstirétt­ur seg­ir, að vilji arf­leif­enda vegi þungt við mat á því hvort ógilda ætti erfðaskrá. Mörg vitni hefðu borið um náin tengsl syst­ur­son­ar­ins við syst­urn­ar tvær og renndi sá framb­urður ein­dregn­um stoðum und­ir það, að erfðaskrá­in frá 2001 hefði verið í sam­ræmi við vilja, sem syst­urn­ar lýstu meðan þær voru báðar enn heil­ar heilsu.

Þá vís­ar Hæstirétt­ur einnig til framb­urðar öldrun­ar­lækn­is, sem tal­inn var frek­ar benda til þess, að sú syst­ir­in, sem þjáðist af öldrun­ar­hrörn­un­ar­sjúk­dómn­um, hefði gert sér grein fyr­ir því sem hún var að gera við und­ir­rit­un erfðaskrár­inn­ar árið 2001.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert