Hagkaup hafa hlotið vottun frá Vottunarstofunni Túni hvað varðar sölu og vinnslu á grænmetisafurðum samkvæmt alþjóðlegum reglum um meðferð lífrænna vara. Vottunin nær til pasta- og tómatafurða og bera þær tegundir framvegis vottunarmerki Túns.
Í tilkynningu segir að með þessu hljóta Hagkaup vottun Túns á því að öll hráefni vottaðra vörutegunda eru ræktuð með lífrænum aðferðum í sátt við náttúruna án notkunar eiturefna, tilbúins áburðar eða erfðabreyttra lífvera. Ennfremur er staðfest að við vinnslu varanna er nákvæmlega farið eftir alþjóðlegum stöðlum um meðferð hráefnis í úrvinnslu, pökkun og merkingu.