Íslenska tilboðið það hæsta í filippseyska orkufyrirtækið

Íslensk orkufyrirtæki áttu hlut í hæsta tilboðinu í jarðhitafélag á …
Íslensk orkufyrirtæki áttu hlut í hæsta tilboðinu í jarðhitafélag á Filippseyjum. mbl.is/G. Rúnar

Til­boð sem Geys­ir Green Energy og Reykja­vik Energy In­vest stóðu að ásamt fil­ipps­eyska fé­lag­inu First Gen Corp. í fil­ipps­eyska orku­fé­lagið PNOC Energy Develop­ment, var það hæsta sem barst, að sögn þarlendra stjórn­valda. Hljóðaði til­boðið, sem var í 60% hlut rík­is­sjóðs Fil­ipps­eyja, upp á 58,5 millj­arða pesóa, jafn­v­irði tæp­lega 85 millj­arða króna, en lág­marks­verð rík­is­ins var rúm­ir 45 millj­arðar pesóa.

„Við trú­um á þetta fyr­ir­tæki," hef­ur blaðið Manila Times eft­ir Franc­is Gi­les Puno, aðstoðarfor­stjóra og fjár­mála­stjóra First Gen. „Við erum afar ánægðir með að hafa náð þess­um áfanga."

Að sögn frétta­veit­unn­ar Thom­son bár­ust þrjú önn­ur til­boð í orku­fé­lagið. Næst­hæsta til­boðið var frá FDC Geo-Energy Hold­ings Inc. sem fjár­fest­ing­ar­felagið Fil­in­vest Develop­ment Corp. fór fyr­ir. Það til­boð hljóðaði upp á 48,5 millj­arða pesóa. Til­boð frá Panasia Energy hljóðaði upp á 39 millj­arða pesóa en lægsta til­boðið barst frá Aboit­iz Power Corp og Mig­hty Ri­ver Power, 33,165 millj­arðar pesóa.

Til­boð GGE, REI og First Gen var lagt fram und­ir nafn­inu Red Vulcan. First Gen er í eigu First Phil­ipp­ine Hold­ings Corp, eign­ar­halds­fé­lags fjöl­skyldu sem hef­ur fjár­fest í orku­vinnslu og bygg­ing­ariðnaði og á einnig hlut í fjöl­miðlum og orku­dreif­ing­ar­fyr­ir­tæki.

Thom­son hef­ur eft­ir Ant­onio Cailao, for­stjóra fil­ipps­eyska rík­is­olíu­fé­lags­ins, móður­fé­lags PNOC-EDC, að til­kynnt verði á morg­un hvort til­boði Red Vul­k­an verði tekið eft­ir að farið hef­ur verið yfir til­boðsgögn­in. Ekki hef­ur verið upp­lýst hver hlut­ur ís­lensku fyr­ir­tækj­anna er í til­boði Red Vulcan.

Cailao seg­ir við Manila Times, að sal­an sé á heppi­leg­um tíma fyr­ir stjórn­völd á Fil­ipps­eyj­um í ljósi mik­ils áhuga fjár­festa og ólík­legt er að jafn hátt verð myndi fást fyr­ir fyr­ir­tækið síðar.

Blaðið seg­ir, að PNOC-EDC sé annað stærsta fyr­ir­tæki af þessu tagi í heimi og fram­leiðslu­get­an sé 1150 mega­vött.

Hafliði Helga­son, talsmaður Reykja­vik Energy In­vest, seg­ir bú­ast megi við því að það liggi fyr­ir í nótt að ís­lensk­um tíma hvaða til­boði verði tekið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um til­boðið þar sem það væri ekki heim­ilt á þess­ari stundu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert