Sagt var í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, að íslensku fyrirtækin tvö, Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Invest, verði ekki með í tilboði sem First Gen Corp., samstarfsfyrirtæki þeirra á Filippseyjum, átti í 60% hlut filippseyska ríkisins í orkuveituna PNOC-Energy Development Corp.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru líkur til þess að íslensku fyrirtækin dragi sig til baka, þar sem þeim þykir það verð sem boðið var of hátt.
Tilboð fyrirtækjasamsteypunnar Red Vulkan var langhæst eða jafnvirði um 84 milljarða íslenskra króna. Að Red Vulkan standa First Gen, Spalmare Holdings B.V., sem skráð er í Hollandi og mun vera í eigu íslensku fyrirtækjanna, og Prime Terracota Holdings Corp.
Forsvarsmenn íslensku fyrirtækjanna hafa ekki viljað tjá sig um tilboðið fyrr en eftir að einkavæðingarnefnd Filippseyja hafi kveðið upp úr um hvaða tilboði verði tekið.