Jarðskjálftahrinan stendur enn

Einn skjálfti mældist 3 á Richter í nótt.
Einn skjálfti mældist 3 á Richter í nótt. mbl.is/kort fengið hjá Veðurstofu

Eftirlitsdeild Veðurstofu Íslands segir að jarðskjálftahrinan við Selfoss standi enn, en að dregið hafi úr henni í nótt. Klukkan 4.36 í nótt varð skálfti sem mældist um 3 stig á Richter og fjórir aðrir sem vart varð við eftir miðnætti voru á bilinu 2 til 2,5 stig á Richter en fjöldi annarra smærri kippa urðu í nótt.

Á Selfossi hafa menn haldið ró sinni og engin útköll hafa verið hjá lögreglu vegna skjálftanna en mikið hefur verið hringt og fólk að forvitnast.

Enn koma kippir, sá síðasti klukkan hálf sex í morgun og mældist hann 0,4 á Richter og átti upptök sín um 2,4 km vestsuðvestan af Selfossi. Klukkan 4:36 mældist inn kippur 3 stig að því er kemur fram á skjálftalista á vef Veðurstofunnar.

Jarðskjálftafræðingar Veðurstofunnar eru að fara yfir mælingar á skjálftunum, en almennt er ekki talin ástæða til að ætla að skjálftahrinan sé fyrirboði um stærri skjálfta, segir lögreglan á Selfossi.

Skjálftatafla Veðurstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert