Össur tengdur stjórninni á daginn en stjórnarandstöðu á nóttunni

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Sverrir

Þeir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, og Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tókust á í upphafi þingfundar þar sem átti að ræða húsnæðismál að ósk Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins.

Össur gagnrýndi m.a. Framsóknarflokkinn fyrir stjórn á húsnæðismálum í fyrri ríkisstjórn. Guðni sagði þá, að Össur væri tvítengdur: Hann væri í ráðherrafötunum á daginn og tengdur ríkisstjórninni en á nóttina sæti hann við tölvuna og tengdist stjórnarandstöðunni og vísaði þar til bloggsíðu ráðherrans.

Össur kom þá í ræðustól og sagði m.a. að Framsóknarflokkurinn hefði haldið lífi yfir tvennar síðustu kosningar með því að gefa út pólitískar innistæðulausar ávísanir. Hann hefði m.a. lofað stóriðju í hvern fjörð þannig blásið á elda þenslunnar og síðan hefði flokkurinn tekið þá dæmalaust heimskulega ákvörðun, að knýja í gegn í síðustu ríkisstjórn 90% húsnæðislán.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert