Lögreglan á Selfossi kærði í morgun tíu ökumenn fyrir að nota ekki bílbelti, og hefði verið hægt að taka fleiri fyrir sömu sakir „ef við hefðum haft mannskap til þess,“ sagði varðstjóri. Allir voru þessir tíu stöðvaðir á sama stað á skömmum tíma, eða tæplega hálfri klukkustund.
Sekt fyrir að nota ekki bílbelti er tíu þúsund krónur, en ef hún er greidd innan mánuðar fæst 25% afsláttur, þannig að hún verður 7.500 krónur.