Upphlaup á félagsfundi hjá félagi vélstjóra og málmtæknimanna

VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna hélt fund með pólskum starfsmönnum í gær, þriðjudaginn 20. nóvember. Í tilkynningu frá VM kemur fram að atvinnurekandi nokkurra pólskra starfsmanna, sem sóttu fundinn, mætti á fundinn og gerði tilraun til að reka starfsmenn sína af fundinum, en þeir sátu sem fastast. Að lokum þurfti að vísa atvinnurekandanum og fylgdarmanni hans út úr fundarsal.

Segir í tilkynningu að starfmenn félagsins stóðu í nokkru stappi við atvinnurekandann sem sífellt krafðist þess að starfsmennirnir færu af fundinum og vísaði til félagafrelsis í því sambandi. Hann yfirgaf þó fundinn áður en til þess kæmi að lögreglan væri kölluð til.

„Þessi íhlutun atvinnurekanda á persónufrelsi einstaklinga sem framkvæmd er á fundi í stéttarfélagi er með eindæmum og klárlega brot á ákvæði 4. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. En lagagreininni er ætlað að vernda skoðanafrelsi launamanns og þar kemur m.a. fram að atvinnurekanda og verkstjóra er óheimilt að reyna að hafa áhrif á stéttarfélagsþátttöku starfsmanns," samkvæmt tilkynningu.

Nánar um fundinn á vef VM

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka