Veik börn send í leikskólann

„Það er voðal­ega mikið um pest­ir á leik­skól­um og í skól­um og menn hafa kennt því um að for­eldr­ar hafi lít­inn tíma til að hafa þau heima," seg­ir Har­ald­ur Briem sótt­varn­ar­lækn­ir en tek­ur fram að hann hafi eng­ar fast­ar sann­an­ir fyr­ir þessu.

Í grein sem birt­ist í sænska dag­blaðinu Aft­on­bla­det á dög­un­um kem­ur fram sænsk­ir for­eldr­ar séu farn­ir að senda börn­in veik í leik­skól­ann til þess mæta aukn­um kröf­um í starfi. Sér­stak­lega á þetta við um for­eldra sem eru að skapa sér starfs­frama og mega ekki við því að missa af degi í starfi seg­ir í blaðinu. Þar kem­ur einnig fram að tíðni smit­sjúk­dóma hafi auk­ist í kjöl­farið.

Björg Bjarna­dótt­ir, formaður Fé­lags leik­skóla­kenn­ara, seg­ir að vissu­lega hafi hún heyrt af því sem sænska dag­blaðið seg­ir frá þó hún vilji ekki full­yrða neitt um að þetta sé þannig hér á landi. „Auðvitað bitn­ar þessi hraði og þessi streita í sam­fé­lag­inu á börn­un­um og for­eldr­arn­ir hafa svo sem enga stjórn á því," seg­ir Björg sem tel­ur að það vanti yf­ir­höfuð ein­hverja fjöl­skyldu­stefnu í sam­fé­lag­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert