Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Brynjar Gauti

Ný nefnd, sem skipuð var í haust um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana, mun gera úttekt á stöðu nýs háskólasjúkrahúss á Landspítalalóðinni við Hringbraut í Reykjavík. Meðal annars er ætlunin að skoða hvort unnt sé að reisa sjúkrahúsið með hagkvæmari hætti en núverandi áætlanir miðast við.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns, á Alþingi. Umrædd nefnd hefur m.a. með höndum yfirumsjón með undirbúningi, hönnun og byggingu nýrrar sjúkrahúsbyggingar fyrir Landspítala.

Siv spyr m.a. hvort stefnubreyting hafi orðið varðandi uppbyggingu nýja sjúkrahússins. Guðlaugur Þór svarar, að engar ákvarðanir hafi verið teknar um stefnubreytingu en ráðherra muni að fenginni fyrrgreindri úttekt kynna, hvort ástæða sé til að breyta þeim ákvörðunum sem teknar voru á sínum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert