Landhelgisgæslan fór í ísflug í dag. Ísinn, sem er gisinn, var næst landi um 18 sjómílur norður af Straumnesi, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem segir að þetta sé óvenjulega nálægt landi miðað við árstíma.
Ísinn gæti færst eitthvað nær næstu klukkutímana en Veðurstofan spáir austlægum áttum í nótt og þá er gert ráð fyrir að ísinn færist frá landinu aftur.