Hlutur OR í Hitaveitu Suðurnesja til Geysir Green?

Í svonefndri „sáttatillögu“ eða „vinnuskjali“ sem meirihluti borgarstjórnar í stýrihópi um málefni Orkuveitu Reykjavíkur lagði fram í liðinni viku eru línur lagðar eftir höfnun OR á samruna GGE og REI.

Heimildir herma að þar komi fram að eign OR í Hitaveitu Suðurnesja verði látin renna inn í REI og þaðan inn í GGE, en í staðinn komi hlutafé í GGE. Lagt er upp með að hlutur REI í GGE verði aldrei hærri en 25%, ekki lægri en 15%, og að REI tryggi sér einn stjórnarmann í GGE.

Borgarfulltrúar í stýrihópnum hafa ekki viljað upplýsa um efni tillögunnar í borgarráði, þótt eftir því hafi verið leitað af oddvita sjálfstæðismanna. Tillagan ku vera margþætt og samkvæmt heimildum hefur hún verið rædd innan OR og víðar í viðskiptalífinu. Hún hefur hins vegar ekki verið afgreidd af stýrihópnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert