Íslendingar skipa sér í fremstu röð þegar kemur að kaupmætti samanborið við landsframleiðslu samkvæmt rannsókn á kaupmætti sem Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur látið gera í 55 löndum. Kaupmáttur er mestur í Lúxemborg en Norðmenn, Bandaríkjamenn, Írar og Íslendingar fylgja fast á eftir.
Kaupmáttur er reiknaður með því að miða gengi gjaldmiðils viðkomandi landa, verð á 3.000 neysluvörum og þjónustu sem mynda landsframleiðslu landanna.
Langflest ríkin sem ofarlega eru á listanum eru í vestur- og norðurhluta Evrópu, en Bandaríkjamenn sitja í þriðja sæti og Kanadamenn í því sjöunda. Kaupmáttur Tyrklands Mexíkó og Póllands er minnstur samkvæmt listanum.
Ef meðalkaupmætti er gefin talan 100 nær Lúxemborg 164, en Ísland 113. Tyrkir eru þar langneðstir með 28, Mexíkó fær 40 en Pólland 50.