Lögbýli verða stöðugt færri og stærri

Lögbýlum hefur fækkað til muna en framleiðsla á hvert bú …
Lögbýlum hefur fækkað til muna en framleiðsla á hvert bú hefur aukist mikið. mbl.is/RAX

Lögbýli með greiðslumark í mjólk voru alls 1246 árið 1997 og meðalinnlegg hvers býlis tæplega 82 þúsund lítrar. Árið 2006 voru býlin orðin 796 með tæplega 148 þúsund lítra meðalinnlegg. Á sama hátt voru 2405 sauðfjárbú með greiðslumark árið 1997 og heildarframleiðsla kindakjöts var 7.903 tonn. Árið 2006 voru býlin hins vegar 1601 og heildarframleiðslan var komin upp í 8647 tonn.

Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu, um þróun eignarhalds á bújörðum, sem Bændasamtökin hafa gefið út. Segir þar, að sífellt færri bú og hendur standi þannig undir framleiðslunni sem til viðbótar hafi heldur aukist á ný, m.a. vegna aukinnar innanlandssölu.

Þá kemur fram í skýrslunni, að hægt hafi á fækkun jarða í ábúð. Engar sterkar vísbendingar komi fram um jarðasöfnun einstaklinga þar sem ekki sé hægt að greina verulega fjölgun í hópi þeirra sem eiga margar jarðir. Á hinn bóginn fjölgi jarðeigendum mjög, sem bendi til þess að deilt eignarhald verði stöðugt útbreiddara. Þá hafa jarðir hækkað í verði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert