Meðaltekjur duga ekki

Pör í hjúskap og sambúð höfðu að meðaltali um 7,1 milljón í árstekjur á síðasta ári. Tekjulægsti fjórðungurinn hafði árstekjur undir fimm milljónum, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóraembættinu. Í síðustu viku var sagt frá því í 24 stundum að hjón með tvö börn þurfi að hafa a.m.k. 680 þúsund í mánaðartekjur til að geta keypt sína fyrstu fasteign. Það jafngildir rúmum 8 milljónum í árstekjur. Sex af hverjum tíu pörum voru með lægri tekjur á seinasta ári.

Sé tekjudreifingin skoðuð eftir aldri sést að tekjulægstu hóparnir eru tveir. Annars vegar fólk fætt fyrir 1925 og hins vegar fólk fætt 1980 eða seinna. Það er því elsta og yngsta fólkið sem lægstar hefur tekjurnar að meðaltali.

Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu heimilanna, segist ekki finna fyrir því að fólki í greiðsluerfiðleikum hafi fjölgað vegna hækkunar á íbúðaverði, en þess sé líklega ekki langt að bíða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert