Of mikill tími fer í skattgreiðslur

Íslensk fyrirtæki þurfa að hafa meira fyrir skattgreiðslum sínum en almennt tíðkast í nágrannalöndunum, þótt skattprósentan sé lág. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni skýrslu Alþjóðabankans um skattaumhverfi fyrirtækja. Að meðaltali fær skattkerfi Íslands ágætiseinkunn, og munar þar mest um hagstætt skatthlutfall fyrirtækja.

„Við megum samt ekki einblína á skattprósentuna þegar við erum að meta gæði kerfisins, þegar margt annað getur verið óhagkvæmt í því," segir Elín Árnadóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðiráðgjafar PwC, sem aðstoðaði við gerð skýrslunnar. Í skýrslunni er frammistaða Íslands slökust á sviði reglubyrði. Sú vinna sem íslensk fyrirtæki þurfa að sinna fyrir hönd Fjársýslu ríkisins er meiri hér á landi en í flestum ríkjum Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert