Ökuhraði hefur minnkað umtalsvert

Hraði á vegum landsins hefur lækkað töluvert samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar.
Hraði á vegum landsins hefur lækkað töluvert samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. mbl.is/Júlíus

Ökuhraði 10 stöðum á hringveginum hefur lækkað töluvert frá fyrri árum samkvæmt mælingum frá umferðagreinum Vegagerðarinnar, sem hefur mælt hraðann frá árinu 2004. Fór meðalhraðinn á þessum tíu stöðum úr 97 km á klst árið 2004 í 94,1 km í sumar.

Vegagerðin segir, að um sé að ræða hraða allra bíla en óháð annarri umferð, þ.e.a.s. hægar raðir eða stöðvun vegna umferðarslyss mælist ekki með.

Ef tekið er mið af þeim þeim hraða sem 85 prósent ökumanna halda sig innan við, þ.e.a.s. 15 prósent aka hraðar, þá fer hraðinn úr 108,6 km á klst árið 2004 í 104,2 km á klst. Ljóst er að hraði þeirra sem aka hraðast minnkar mest og hefur hraðinn því jafnast.

Vegagerðin segir, að líklegasta skýringin á þessari lækkun hraða sé sérlega öflugt eftirlit lögreglu síðastliðið sumar og tilkoma sjálfvirkra hraðamyndavéla en hvorutveggja sé liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Hluta skýringarinnar megi væntanlega einnig rekja til hærri sekta vegna hraðaksturs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert