Ráðvera, konferensráð eða erindreki?

Ráðherrar gætu heyrt sögunni til, en Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að ríkisstjórnin undirbúi breytingar á stjórnarskrá og lögum til að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið. Steinunn Valdís rökstyður málið m.a. með því að kona geti hreinlega ekki verið herra, á sama hátt og karl getur ekki verið frú. Í greinargerð með tillögunni er bent á að í hefðbundnum kvennastéttum þar sem karlar hafa haslað sér völl hafi starfsheitum verið breytt þannig að bæði kyn geti borið þau. Þannig urðu hjúkrunarkonur að hjúkrunarfræðingum og fóstrur að leikskólakennarum.

Morgunblaðið spurði nokkra þingmenn á göngum Alþingis hvort þeir hefðu einhverjar tillögur af kynhlutlausum orðum sem væri hægt að nota yfir ráðherra. Hvorugkynsorðið ráð kom nokkrum sinnum upp en einum þingmanni þótti þó hljóma ankannalega að ávarpa manneskju eins og um heilt ráð væri að ræða.

Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður, stakk upp á gamla orðinu konferensráð og a.m.k tveir þingmenn nefndu kammerráð. Nýyrðið ráðvera kom líka upp í umræðum, eða hreinlega vera, þannig að „hæstvirtur sjávarútvegsráðherra“ yrði „hæstvirt sjávarútvegsvera&ldquo. Kolbrún Halldórsdóttir minnti einnig á hina ódauðlegu ömmu dreka úr barnabókum Guðrúnar Helgadóttur og að orðið erindreki gæti vel komið til greina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert