Toyota biðst afsökunar á auglýsingu

Toyota-umboðið hefur beðist afsökunar á auglýsingu sem kom í Viðskiptablaðinu í gær en þar er lyftari sýndur lyfta pilsi á konu og ota gafflinum í rassinn á henni. Þótti ýmsum sem þarna væri ósmekkleg auglýsing á ferðinni.

„MH Iceland ehf. – Toyota-vörulausnir er að stíga sín fyrstu skref í harðri samkeppni og birtum við okkar fyrstu auglýsingar í blöðum í þessari viku,“ segir í tilkynningu umboðsins. „Vegna auglýsingar sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag (21. nóvember) hafa okkur borist símtal og tölvupóstur þar sem gerðar eru athugasemdir við umrædda auglýsingu.

Því miður hvarflaði ekki að okkur við gerð auglýsingarinnar að hún eða aðrar sem við gerðum í sömu syrpu myndu misskiljast. Við höfðum alls ekkert illt í huga og tökum að sjálfsögðu mark á athugasemdum viðskiptavina okkar. Við hörmum að hafa sært fólk og biðjumst afsökunar, auglýsingin verður ekki birt aftur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert