Ungir jafnaðarmenn styðja frumvarp um réttarstöðu útlendinga

Ungir jafnaðarmenn segjast lýsa yfir eindregnum stuðningi við frumvarp, sem Paul Nikolov, varaþingmaður VG, mælti fyrir á Alþingi í gær. Hvetja Ungir jafnaðarmenn þingmenn Samfylkingarinnar sérstaklega til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja því framgang.

Í tilkynningu segir, að brýnt sé að leiðrétta stöðu útlendinga, þá einkum erlendra kvenna sem sæti heimilisofbeldi af hálfu maka sinna. Þá ítreka Ungir jafnaðarmenn þá afstöðu sína, að hina svokölluðu 24 ára reglu beri að afnema þegar í stað.

„Í ljósi þess að þingmenn Samfylkingarinnar töluðu manna hæst á móti lögleiðingu þessarar reglu árið 2004, vænta Ungir jafnaðarmenn þess að þeir tryggi breytingatillögunni framgang í þinginu nú," segir m.a. í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert