Unnið faglega á Keflavíkurflugvelli eftir settum reglum

Frá fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Frá fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eyþór

For­sæt­is­ráðuneytið seg­ir í yf­ir­lýs­ingu, að Þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar ehf. hafi unnið fag­lega eft­ir sett­um lög­um og þjón­ustu­samn­ingi við fjár­málaráðuneytið. Eigi for­sæt­is­ráðuneytið ekki von á öðru en að þetta verði staðfest af hálfu Rík­is­end­ur­skoðunar við reglu­bundna yf­ir­ferð yfir reikn­inga fé­lags­ins.

Seg­ir ráðuneytið, að von­ir standi til þess, að fé­lagið fái starfs­frið til að sinna áfram því mikla upp­bygg­ing­ar­starfi sem hafið sé á fyrr­ver­andi varn­ar­svæði í nánu sam­starfi við heima­menn.

Yf­ir­lýs­ing for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert