13 starfsmönnum sagt upp á Skjánum

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins mbl.is/ÞÖK

Skjárinn tilkynnti starfsmönnum sínum í dag að áformað væri að semja við framleiðslufyrirtæki um innlenda framleiðslu fyrirtækisins. Verður hluta af þeim starfsmönnum Skjásins, sem starfað hafa við framleiðslu á innlendu efni sagt upp. Alls verður 13 fastráðnum starfsmönnum sagt upp. Fastráðnir starfsmenn Skjásins eftir breytingarnar verða 38 talsins.

Í tilkynningu kemur fram að tilgangur breytinganna er að ná fram aukinni hagkvæmni við dagskrárgerðina. Unnið verður að því að flytja framleiðsluverkefni Skjásins yfir til viðkomandi fyrirtækis á tímabilinu frá desember 2007 til febrúar 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert