Bjarni: fer skaðlaus frá borði

Bjarni Ármannsson og Guðmundur Þóroddsson, forsvarsmenn REI.
Bjarni Ármannsson og Guðmundur Þóroddsson, forsvarsmenn REI. mbl.is/Frikki

Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest, segir aðspurður um hvort hann sé sáttur við það samkomulag sem hann hefur gert við Orkuveitu Reykjavíkur að maður geri ekki samkomulag nema hægt sé að una við niðurstöðuna. Segist hann fara skaðlaus fjárhagslega frá borði líkt og hinn aðili samkomulagsins, Orkuveitan.

Að sögn Bjarna er augljóst að þetta mál hafi þróast á allt annan veg en fyrirséð var þegar hann var beðinn um að koma að verkefninu og verkefnið að fara í aðra vegferð en lagt var upp með í upphafi. Mikið ósætti hafi verið um REI og óljóst hvernig það þróast en unnið sé að því að vinna úr því og samkomulagið sé liður þar í.

Segir Bjarni að um áramót þegar hann hættir sem stjórnarformaður REI sé afskiptum hans af félaginu alfarið lokið. Í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins segist Bjarni hafa ýmislegt á prjónunum en vildi ekki tjá sig frekar þar um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert