Fjórðungur á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu

Umferð í Ártúnsbrekku
Umferð í Ártúnsbrekku

Fjórðungur bifreiða í Reykjavík reyndist vera á nagladekkjum samkvæmt talningu sem gerð var um miðjan nóvember. Leyfilegt var að setja neglda hjólbarða undir bíla 1. nóvember. Á sama tíma í fyrra voru 33% bifreiða á negldum hjólbörðum. Árleg talning var gerð í 46 viku ársins eða 13. nóvember og skiptist hlutfallið þannig að 25% ökutækja var á negldum dekkjum og 75% á öðrum dekkjum.

Samkvæmt tilkynningu frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar er sterkt samband milli fjölda bifreiða á negldum dekkjum og svifryksmengunar í borginni þar sem naglarnir spæna upp malbikið. Draga þarf úr hlutfalli nagladekkja til að fækka þeim dögum þar sem mengunin fer yfir heilsuverndarmörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert