Grímseyjarferja líklega í notkun eftir áramót

Gert er ráð fyrir því að verklok við endurbætur á nýrri Grímseyjarferju verði 28. nóvember nk., að sögn Eiríks Orms Víglundssonar hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði. Ferjan verður þó ekki afhent Siglfirðingum fyrr en eftir áramót

Vegagerðin fær skipið afhent í næstu viku, sem fyrr segir, en skipið verður þó ekki tilbúið til að sigla þá, enda á enn eftir að gera nokkrar minniháttar breytingar. Hjá G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, fengust þær upplýsingar að ráðgert væri m.a. að byggja nýja innganga í skipið, bæði stjórnborðs- og bakborðsmegin. Það verk verði boðið út. Pétur sagði hins vegar að hér væri ekki um stór verk að ræða og gert væri ráð fyrir því að skipið yrði tekið í notkun upp úr áramótum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert