Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins er hálka og snjókoma á Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum, Víða er einnig snjókoma og snjóþekja í uppsveitum Árnessýslu. Óveður er undir Hafnarfjalli og óveður og snjóþekja á Fróðarheiði.
Snjóþekja og snjókoma er víða á fjallvegum á Vestfjörðum. Hálkublettir eru við Mývatn. Hálka er á Öxi og hálkublettir á Breiðdalsheiði og á Fjarðarheiði.