Borgarráð var í upphafi fundar í gærmorgun eingöngu skipað konum, en það var gert til að minnast þess að fyrir eitt hundrað árum, þ.e. hinn 22. nóvember árið 1907, voru samþykkt lög á Alþingi sem tryggðu giftum konum kjósenda, 40 ára og eldri í Reykjavík og Hafnarfirði, kosningarétt og kjörgengi til bæjarstjórna. „Sú lagasetning varð til þess að fyrstu konur buðu sig fram og náðu kjöri í bæjarstjórn Reykjavíkur 24. janúar 1908. Þeirra tímamóta munu borgaryfirvöld minnast með viðeigandi hætti á aldarafmælinu í byrjun árs,“ segir m.a. í bókun borgarráðs.
Til gamans má geta að fyrsti karlmaðurinn tók sæti á fundinum 25 mínútum eftir að hann hófst.