Ljós tendruð á Hamborgartré á morgun

Logað hefur á Hamborgartrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar á rúmlega 40 …
Logað hefur á Hamborgartrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar á rúmlega 40 jólum.

Ljós verða tendruð á Hamborgartrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar í fertugasta sinn á morgun klukkan 17. Ýmsir hafa lagt hönd á plóginn til að koma trénu til landsins, en þar má fyrst nefna Karl Konrad skógarhöggsmann, þýska herinn sem flutti tréð að skipshlið í Hamborg og Eimskipafélag Íslands sem sá um flutninginn til landsins.

Karl-Ulrcih Müller, sendiherra Þýskalands mun afhenda forsvarsmönnum Reykjavíkurhafnar tréð. Margrét Sverrisdóttir, forseti borgarstjórnar mun ávarpa samkomuna og Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, tekur á móti trénu fyrir hönd hafnarinnar.

Í ár eru 42 ár liðin frá því að Hamborgarhöfn sendi fyrsta jólatréð til Reykjavikurhafnar. Eimskipafélag Íslands hf hefur í öll skiptin flutt tréð endurgjaldslaust til Reykjavíkur. Árleg afhending trésins er þakklætisvottur til íslenskra sjómanna fyrir matargjafir til barna í Hamborg sem þeir af myndarskap færðu stríðshrjáðum börnum eftir síðari heimstyrjöldina. Upphafsmenn af þessarri hefð voru Hermann Schlünz og Werner Hoenig sem minntust rausnarskapar Íslendinga og ákváðu árið 1965 að minnast hans með þessum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert