Neytendur hvattir til að taka sér frí frá innkaupum

Brynjar Gauti

Frídagur neytenda „Kauptu ekkert dagurinn” er á morgun og hvetja Neytendasamtökin Íslendinga til að taka sér frí frá innkaupum þann dag og nota daginn þess í stað til að íhuga áhrif innkaupa þeirra á eigið líf og umhverfi.

Dagurinn var fyrst haldinn fyrir fimmtán árum að frumkvæði aðgerðarsinna í Kanada, sem vildu mótmæla neysluvæðingunni. Hefur dagurinn hlotið æ meiri athygli síðan en í Evrópu og víðar er litið á síðasta laugardaginn í nóvember sem nokkurs konar formlegan upphafsdag jólainnkaupa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert