Samtök atvinnulífsins gagnrýna jafnréttisfrumvarp harðlega

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins gera al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fjöl­mörg atriði stjórn­ar­frum­varps til laga um jafna stöðu og jafn­an rétt kvenna og karla en frum­varpið er nú til meðferðar á Alþingi. Segja SA m.a., að Jafn­rétt­is­stofu sé í frum­varp­inu veitt opin heim­ild til gagna­söfn­un­ar og fyr­ir­tæki geti af minnsta til­efni verið skylduð til að leggja fram mikið magn af þýðing­ar­laus­um gögn­um með til­heyr­andi fyr­ir­höfn og kostnaði.

Segj­ast sam­tök­in taka hins veg­ar skýrt fram, að þau eru sam­mála því mark­miði frum­varps­ins að koma á og viðhalda jafn­rétti og jöfn­um tæki­fær­um kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynj­anna. Samstaða sé um það í at­vinnu­líf­inu að vinna skuli gegn kyn­bund­inni mis­mun­un.

Sam­tök­in séu hins veg­ar ósam­mála þeim aðferðum, sem gert sé ráð fyr­ir í frum­varp­inu og birt­ast í afar íþyngj­andi kröf­um um skýrslu­gerð, rök­stuðning ráðninga og af­hend­ingu gagna auk viður­laga í formi dag­sekta. Áhersla sé þannig lögð á eft­ir­lit og þving­un­araðgerðir frek­ar en sam­starf, leiðbein­ing­ar og hvatn­ingu sem sam­tök­in telji væn­legri leið til ár­ang­urs.

Um­sögn SA um frum­varpið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert