Skildi gömlu gallabuxurnar eftir

Frá Smáralind.
Frá Smáralind. mbl.is/Einar Falur

Tvær fjórtán ára stúlkur voru teknir fyrir þjófnaði í Smáralind í gær og stal önnur snyrtivörum en hin gallabuxum. Stúlkurnar voru fluttar á lögreglustöð og voru foreldrar þeirra kallaðir til.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk önnur stúlkan lánaðar tvennar buxir í verslun og fór með þær inn í mátunarklefa. Starfsmaður taldi að buxurnar hefðu ekki passað á stúlkuna eða fallið að hennar smekk því hann sá hana skilja báðar gallabuxurnar eftir áður en hún yfirgaf verslunina. Þegar starfsmaðurinn aðgætti þetta betur reyndust aðrar buxurnar nýjar en hinar gamlar og slitnar.

Stúlkan var stöðvuð í næstu verslun og reyndust stolnu gallabuxurnar vera í poka sem hún hafði meðferðis. Í þeirri verslun hafði vinkona hennar stolið snyrtivörum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert