Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrjá karlmenn á aldrinum 17 til 23 ára, fyrir innbrot og þjófnaði og fleiri innbrot. Sá yngsti var dæmdur í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi, sá elsti í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi en þeir hafa báðir áður komið við sögu dómskerfisins. Þeim þriðja, 19 ára pilti, var ekki gerð sérstök refsing en hann hefur ekki hlotið dóma fyrr.
Fram kemur í dómnum, að allir hafa mennirnir farið í vímuefnameðferð og sækja AA fundi reglulega. Þá eru þeir allir komnir í fasta atvinnu. Tók dómurinn tillit til þess þegar ákveðið var að skilorðsbinda refsingarnar.