13 dauðaslys í umferðinni rakin til veikinda ökumanna

Hætta á um­ferðarslys­um vegna sjúk­dóma eða neyslu lyfja þeim tengd­um er sam­bæri­leg hætt­unni sem hlýst af ölv­un eða neyslu fíkni­efna, seg­ir í nýrri varnaðar­skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar um­ferðarslysa.

Nefnd­in legg­ur til að sam­gönguráðuneytið end­ur­skoði án taf­ar regl­ur um öku­hæfi og heil­brigðis­skil­yrði og seg­ir nú­ver­andi grein­ing­ar­kerfi á öku­hæfi ófull­nægj­andi.

Sam­kvæmt Slysa­skrá Um­ferðastofu má rekja fjöru­tíu um­ferðarslys sem ollu meiðslum á ár­un­um 2002-2006 til veik­inda öku­manna. Önnur 68 um­ferðarslys sem ekki ollu meiðslum á sama tíma­bili, má rekja til sömu or­sak­ar. Sam­an­lagt eru þetta um 20 til­felli á ári, sem þó hafa ekki verið rann­sökuð ít­ar­lega og ber því að taka með fyr­ir­vara.

Í skýrslu RNU er greint frá rann­sókn nefnd­ar­inn­ar á 13 dauðsföll­um í um­ferðinni frá ár­inu 1998. Í þeim til­fell­um er or­sök dauðaslys­anna rak­in til veik­inda öku­manna. Í 11 af 13 til­vik­um var vitað um veik­indi öku­manns­ins og í einu til­viki átti at­vinnu­bíl­stjóri langa sjúkra­sögu.

Al­geng­ustu sjúk­dóm­arn­ir í þess­um 13 til­fell­um eru hjarta- eða æðasjúk­dóm­ar, þar sem ökumaður fær slag eða aðsvif und­ir stýri. Geðræn vanda­mál voru or­sök tveggja dauðsfalla, þar sem öku­menn voru und­ir áhrif­um geðdeyfi­lyfja og í til­finn­inga­legu ójafn­vægi. Í þeirra til­fell­um kemst RNU að þeirri niður­stöðu að öku­menn­irn­ir hafi framið sjálfs­víg í um­ferðinni. Aðrar or­sak­ir dauðaslys­anna voru syk­ur­sýki, þar sem öku­menn höfðu fengið syk­ur­fall und­ir stýri, floga­veiki og kæfis­vefn.

Sam­kvæmt grein lækn­ingalaga um þagn­ar­skyldu ber lækn­um ekki skylda til að til­kynna um veik­indi og lyfja­neyslu sjúk­linga. Öku­menn geta því haldið rétt­ind­um í 52 ár burt­séð frá lík­am­legu og and­legu ástandi, nema þeir valdi slys­um eða séu stöðvaðir af lög­reglu. Þar sem öku­rétt­indi eru tal­in sjálf­sögð mann­rétt­indi bend­ir RNU á að leiðbeina þurfi aðstand­end­um og heil­brigðis­starfs­mönn­um um hvernig standa skuli að svipt­ingu öku­leyfa. Slík svipt­ing feli í sér frels­is­svipt­ingu en sé eina leiðin til að koma í veg fyr­ir slys af þessu tagi.

RNU tel­ur lög­um um um­ferðarör­yggi og öku­hæfi ekki vera fram­fylgt með viðund­andi hætti og að vegna framþró­un­ar í lækn­is­fræði og á grein­ing­ar­tækj­um, sé hægt að gera mun bet­ur á þessu sviði en nú er. Nefnd­in hvet­ur einnig öku­menn í áhættu­hópi vegna veik­inda eða lyfja­notk­un­ar til að sýna ábyrgð og gang­ast und­ir skoðun á öku­hæfi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka