TF-SÝN, Fokkerflugvél Landhelgisgæslunnar, og þyrlan TF-GNÁ voru í fyrradag fluttar til Keflavíkurflugvallar en þar hefur Gæslan nú fengið tímabundin afnot af aðstöðu í flugskýli.
Þetta kemur fram í frétt á vef Landhelgisgæslunnar en þar segir að vegna stækkunar flugflota Gæslunnar hafi verið farið að þrengjast um í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli.
Auk flugvélarinnar hefur Gæslan nú til umráða fjórar þyrlur. Ekki kemur fram hversu lengi hún hefur flugskýlið í Keflavík til afnota.