Höfum of mikið fyrir lífsgæðunum

„Þetta seg­ir okk­ur ein­fald­lega að við höld­um ekki nægi­lega vel á spöðunum og höf­um of mikið fyr­ir lífs­gæðunum," seg­ir Stefán Ólafssson, pró­fess­or í fé­lags­fræði við Há­skóla Íslands, um þá staðreynd að Ísland er í 18. sæti yfir lönd með mesta lands­fram­leiðslu á klukku­stund, en í 5. sæti OECD- ríkja hvað varðar mesta lands­fram­leiðslu á mann.

Stefán seg­ir lands­fram­leiðslu á klukku­stund vera mun betri mæli­kv­arða á lífs­kjör þjóðar og skip­an efna­hags­mála en lands­fram­leiðslu á mann. „Ef við vær­um öll í þræla­búðum með 80 stunda vinnu­viku gæt­um við ef­laust kýlt upp fram­leiðsluna á mann. En lífs­kjör­in yrðu hins veg­ar tölu­vert verri fyr­ir vikið. Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á sterkt sam­band á milli langs vinnu­tíma og lít­ill­ar fram­leiðslu á klukku­stund, enda eyk­ur vinnu­lengd þreytu starfs­manna og dreg­ur þannig úr nýt­ingu á vinnu­stund­um," seg­ir Stefán.

Sem dæmi leiddi yf­ir­vinnu­bann hér á landi á ní­unda ára­tugn­um í ljós að hægt var að ná sömu af­köst­um á styttri vinnu­tíma, og stytt­ing há­marks­vinnu­tíma í Frakklandi virðist ekki hafa leitt til minni lands­fram­leiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert