Kárahnjúkafoss horfinn í bili

Ísilagt Hálslón. Myndin er tekin af Kárahnjúkavef Landsvirkjunar.
Ísilagt Hálslón. Myndin er tekin af Kárahnjúkavef Landsvirkjunar.

Kárahnjúkafoss er horfinn og farinn í frí þar til Hálslón yfirfyllist að nýju, á næsta ári að því er ætla má. Vatn byrjaði að renna á yfirfalli Kárahnjúkastíflu um miðjan október og þá myndaðist Kárahjúkafoss en en á fimmtudag hætti rennslið.

Fram kemur á Kárahnjúkavef Landsvirkjunar, að nú sé orðið vetrarlegt um að litast við Kárahnjúka og vatnið á lóninu sé ísilagt að stórum hluta.  Vatnsborð Hálslón náði hæst í um 625,7 metra yfir sjávarmáli en er nú um 625 metrar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert