Lostalengjur úr ærkjöti frá Ströndum

Hafa má lostalengjurnar ofan á brauð.
Hafa má lostalengjurnar ofan á brauð. mynd/bb.is

Á bæn­um Húsa­vík við Stein­gríms­fjörð hafa hjón­in Haf­dís Stur­laugs­dótt­ir og Matth­ías Lýðsson hafið kynn­ing­ar­fram­leiðslu á svo­kölluðum Losta­lengj­um, sem eru unn­ar úr aðal­blá­berjalegn­um og taðreykt­um ærvöðvum. Hug­mynd­ina höfðu þau gengið með í mag­an­um í nokk­ur ár en í fram­haldi af þátt­töku í verk­efn­inu Vaxt­ar­sprot­um sem hófst í fe­brú­ar hafa þau út­búið viðskipta­áætl­un og stefna á fulla fram­leiðslu næsta haust.

 „Viðbrögðin voru ótrú­leg. Við héld­um smá kynn­ingu á þessu á upp­skeru­hátíð Vaxt­ar­sprota þar sem all­ir kynntu verk­efn­in sín og feng­um smá fjöl­miðlaum­fjöll­un í kjöl­farið og við höf­um varla und­an að taka við pönt­un­um frá veit­inga­hús­um og öðrum sem vilja bjóða upp á þessa lúxusvöru,“ seg­ir Haf­dís sem ný­lega var ráðin til starfa á gróður­deild Nátt­úru­stofu Vest­fjarða og hafði hugsað sér að nota tím­ann í haust til að koma sér fyr­ir í nýju starfi og klára masters­rit­gerð þegar þessi auka­bú­grein fór að stækka svo óvænt. 

Haf­dís og Matth­ías eru nú kom­in með lít­inn kúnna­hóp sem kaup­ir af þeim losta­lengj­urn­ar sem eru ekki ódýr mat­ur, frek­ar en harðfisk­ur, enda rýrn­un­in mik­il.

„Við reiknuðum verð í fjár­hags­áætl­un og það endaði í um 6500-7000 kr/​kg, en á bak við það er aðal­blá­berjatínsla, heimareyk­ing og fitusnyrt­ing á sér­völd­um vöðvum og við stefn­um á að fram­leiða 300 kíló á ári úr völd­um vöðvum af völd­um ám. Hann Ant­on Helga­son, heil­brigðis­full­trúi sagði við okk­ur að þegar búið er að leggja kjötið í aðal­blá­berja­salt­pækil og reykja líka vær­um við eig­in­lega kom­in með axla­bönd og belti, svo við höf­um ekki áhyggj­ur af leyf­is­mál­un­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert