Össur: Valdarán sexmenninganna skaðaði OR gríðarlega

Össur Skarphéðinsson..
Össur Skarphéðinsson..

Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, seg­ir á heimasíðu sinni að menn skuli ekki fara neitt í graf­göt­ur með það, að vald­arán sex­menn­ing­anna í borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem framið hafi verið til að svala særðum metnaði, hafi haft ótrú­leg verðmæti af Reyk­vík­ing­um og laskað Orku­veit­una og starfs­menn þess gríðarlega.

Össur seg­ir, að eft­ir hörð átök um Reykja­vik Energy In­vest, þar sem súru sex­menn­ing­arn­ir í borg­ar­stjórn­ar­flokki íhalds­ins réðust af kjafti og klóm gegn samruna REI við Geysi Green, hafi tals­menn flokks­ins gjör­snú­ist í mál­inu.

„Júlí­us Víf­ill (Ingvars­son) var í frétt­um, og ég heyrði ekki bet­ur en hann hefði nú tekið upp af­stöðu iðnaðarráðherra, sem sjálf­ur óttaðist að hann væri orðinn einn eft­ir í út­rás­inni.

Aldreil­is ekki. Júlí­us Víf­ill, og þarmeð íhaldið, vill nú að REI starfi með öðrum fé­lög­um, og jafn­vel sam­ein­ist þeim og vinni sam­an að til­tekn­um verk­efn­um.

Því miður er þetta lík­lega of seint. Harðvítug­ustu inn­an­flokksátök seinni ára í Sjálf­stæðis­flokkn­um hafa því miður nán­ast ónýtt vörumerkið REI hvað út­rás varðar, og stórskaðað viðskipta­vild Orku­veit­unn­ar. Skemmd­ar­verk þeirra má lík­lega meta á millj­arðatugi ef miðað er við þá fram­vindu sem var í kort­un­um," seg­ir Össur.

Heimasíða Öss­ur­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert