Pítsustaðarræningjar ófundnir

Ekki hefur verið haft uppi á þeim sem gerðu tilraun til ráns á pítsustað í Spönginni í gærkvöldi, að sögn lögreglu tókst mönnunum ekki að ná neinu og flýðu þeir af vettvangi í átt að Borgarholtsskóla. Ránstilraunin er hins vegar litin mjög alvarlegum augum þar sem starfsfólki var ógnað með vopnum.

Piltarnir komu inn á staðinn bakdyramegin, voru grímuklæddir og tveir þeirra vopnaðir hnífum en einn með skotvopn af óþekktri gerð en jafnvel er talið að um loftbyssu eða leikfangabyssu hafi verið að ræða. Piltarnir ógnuðu starfsfólki sem lét ekki bugast og neitaði að afhenda þeim verðmæti. Þegar piltunum varð viðnámið ljóst flýðu þeir af vettvangi.

Þetta er annað vopnaða ránið á stuttum tíma þar sem unglingspiltar koma við sögu og segir lögregla það uggvænlega þróun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert